Disney siglir til Íslands sumarið 2015

Ferð til Íslands er hluti af sumaráætlun Disney Cruise Line, skemmtiferðahluta Disney-samstæðunnar, á næsta ári og er þetta í fyrsta skipti sem Disney siglir hingað til lands. Samkvæmt áætluninni verður bæði stoppað á Akureyri og í Reykjavík. Ódýrasti miðinn kostar jafnvirði um 280 þúsund íslenskra króna.

Farið verður frá Kaupmannahöfn 29. júní 2015 og þaðan siglt til Osló, Kristjánssands og Stafangurs. Því næst er komið við á Akureyri og Reykjavík en þaðan er siglt til Færeyja og að lokum til Dover á Suðaustur-Englandi.

Þetta er einnig í fyrsta skipti sem farið er til Noregs en ástæða þess að norsku firðirnir eru á dagskránni hjá Disney í sumar er sú að þeir léku stórt hlutverk í teiknimyndinni Frosinn (e. Frozen).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert