Leiðréttingin mun miðast við almanaksárin 2008 og 2009

Séð yfir Reykjavík.
Séð yfir Reykjavík. Ljósmynd/Reykjavíkurborg

Frumvörp vegna boðaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar í skuldamálum verða kynnt þingflokkum stjórnarflokkanna í dag og verður svo efnt til blaðamannafundar þar sem aðgerðirnar verða kynntar almenningi.

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að aðgerðirnar eru tvískiptar, annars vegar um 80 milljarða niðurfærsla verðtryggðra íbúðalána og hins vegar 70 milljarða lækkun höfuðstóls íbúðalána með nýtingu séreignarsparnaðar. Upphaflega átti að færa verðtryggð íbúðalán niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 4,8% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010. Var það sagt samsvara um 13% leiðréttingu á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur sú breyting orðið á aðferðinni við útreikninga niðurfærslunnar að nú er miðað við almanaksárin 2008 og 2009. Til upprifjunar var 5,8% verðbólga í janúar 2008, 18,6% verðbólga í janúar 2009 og 7,5% verðbólga í desember 2009.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert