„Svo fara hjólin að snúast“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Golli

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra seg­ir að leiðrétt­ing­in svo­kallaða sé ekki aðeins aðgerð til að koma til móts við skuldug heim­ili, held­ur líka stór efna­hags­leg aðgerð. Hún sé einn liður í því að koma Íslandi á beinu braut­ina eft­ir hrun bank­anna haustið 2008.

Á blaðamanna­fundi í Iðnó í dag, þar sem frum­vörp rík­is­stjórn­ar­inn­ar voru kynnt, sagði hann jafn­framt að aðgerðirn­ar væru „mikið fagnaðarefni“. Þær væru enn einn liður­inn í því hvernig Íslend­ing­ar tækj­ust á við mjög stórt áfall, hrunið.

Sig­mund­ur sagði að hægt yrði að sækja um leiðrétt­ing­una hjá rík­is­skatt­stjóra 15. maí næst­kom­andi. Búið væri að hanna sér­stakt not­endaviðmót í sam­starfi við rík­is­skatt­stjóra.

„Svo fara hjól­in að snú­ast,“ bætti Sig­mund­ur við. 

Fram kom í máli Sig­mund­ar að litl­ar sem eng­ar breyt­ing­ar væru á þess­um frum­vörp­um og því sem kynnt var á blaðamanna­fundi í Hörpu í lok nóv­em­ber­mánaðar. Heild­ar­um­fangið yrði um 150 millj­arðar og þá myndi leiðrétt­ing­in ná til að allt að 100 þúsund heim­ila. Hins veg­ar væri hún að frum­kvæði lán­taka.

Hann sagði að samt sem áður hefði þurft að fara í gegn­um og leysa ýmis úr­lausn­ar­efni. „Eins og staðan er núna er þetta orðið mjög aðgengi­legt fyr­ir al­menn­ing. Það er ekki flókið fyr­ir al­menn­ing að gera það sem þarf til að ná fram þess­ari leiðrétt­ingu,“ sagði hann.

Rík­is­stjórn­in kynnti í dag tvö frum­vörp sem lækka hús­næðis­skuld­ir heim­ila í land­inu og auðvelda þeim sem ekki eiga íbúð að kaupa hús­næði. Ann­ars veg­ar er um að ræða leiðrétt­ingu höfuðstóls verðtryggðra hús­næðislána og hins veg­ar skattafslátt vegna sér­eign­ar­líf­eyr­is­sparnaðar.

Með lækk­un­inni á greiðslu­byrði heim­il­anna að létt­ast og ráðstöf­un­ar­tekj­ur þeirra að aukast.

Sigmundur Davíð og Bjarni Benediktsson á fundinum í dag.
Sig­mund­ur Davíð og Bjarni Bene­dikts­son á fund­in­um í dag. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert