Barn á gjörgæslu vegna saurgerils

mbl.is/Ómar

Rúmlega tveggja ára stúlka á Akureyri hefur greinst með E.Coli-bakteríu, sem er saurgerill, sem er mjög sjaldgæfur hér á landi. Talið er að barnið hafi smitast af bakteríunni í gegnum matvæli, en hún getur m.a. fundist í nautgripum og afurðum þeirra.

Þetta kemur fram á fréttavefnum Vikudegi.

Þar segir, að stúlkan hafi verið flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur fyrir um tveimur vikum þar sem hún var í öndunarvél í tvær vikur á Landspítalanum. 

Þá kemur fram, að stúlkan hafi verið útskrifuð af gjörgæsludeild og sé á batavegi en undir ströngu eftirliti á spítalanum. Amma stúlkunnar gagnrýnir greiningu læknis á Akureyri harðlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert