Evrópustofa gæti starfað fram til 2015

Kynning á ESB gæti staðið yfir fram á mitt ár …
Kynning á ESB gæti staðið yfir fram á mitt ár 2015. mbl.is/afp

Svo gæti farið að Evr­ópu­stofa fengi fjár­magn til að starfa í 12 mánuði til viðbót­ar, þannig að hún starfaði fram á mitt ár 2015.

Að sögn Birnu Þór­ar­ins­dótt­ur, fram­kvæmda­stýru Evr­ópu­stofu, mun fram­haldið skýr­ast á næstu vik­um. Evr­ópu­stofa hóf starf­semi um mitt ár 2011.

„Það er í gildi samn­ing­ur um rekst­ur Evr­ópu­stofu út júlí á þessu ári. Það er mögu­leiki á að sá samn­ing­ur verði end­ur­nýjaður en sam­kvæmt gild­andi samn­ingi er heim­ilt að fram­lengja hann til júlí­loka 2015. Það er því mögu­leiki á 12 mánaða fram­leng­ingu til viðbót­ar. Það hef­ur eng­in ákvörðun verið tek­in, en sú ákvörðun er tek­in í Brus­sel,“ seg­ir Birna í Morg­un­blaðinu í dag og vís­ar til stækk­un­ar­skrif­stofu Evr­ópu­sam­bands­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert