Myndaði brot 139 ökumanna

mbl.is/Kristinn Freyr Jörundsson

Þriðjungur ökumanna sem óku vestur eftir Stekkjarbakka við Vatnsveituveg í dag ók of hratt eða yfir afskiptahraða. Alls myndaði lögreglan, sem var þar við eftirlit, brot 139 ökumanna. Á einni klukkustund fóru 438 ökutæki þessa akstursleið.

Meðalhraði hinna brotlegu var 64 km á klst. en þarna er 50 km hámarkshraði. Sá sem hraðast ók mældist á 86 km hraða. 

Vöktun lögreglunnar í Stekkjarbakka er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka