„Þetta er áfall“

Fréttir um mögulegan flutning vinnslu Vísis til Grindavíkur eru áfall …
Fréttir um mögulegan flutning vinnslu Vísis til Grindavíkur eru áfall fyrir Þingeyri að sögn Daníels Jakobssonar, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Kristinn Benediktsson

Hugs­an­leg­ar skipu­lags­breyt­ing­ar út­gerðafé­lags­ins Vís­is og flutn­ing­ur á fisk­vinnsl­unni á Þing­eyri til Grinda­vík­ur snert­ir beint fjórðung fólks á vinnu­fær­um aldri á Þing­eyri. Tæp­lega fimm­tíu manns vinna hjá Vísi á Þing­eyri, en sam­tals búa um 320 manns í bæn­um og sveit­inni í kring. Þar af eru 190 manns á aldr­in­um 18 til 67 ára. Daní­el Jak­obs­son, bæj­ar­stjóri Ísa­fjarðarbæj­ar seg­ir þess­ar frétt­ir vera áfall fyr­ir bæ­inn.

Ósátt­ur við Vís­is-menn

Daní­el heyrði fyrst um málið frá blaðamanni mbl.is, en hann seg­ist hafa verið ósátt­ur með að stjórn­end­ur Vís­is hafi ekki fyrst rætt við bæj­ar­yf­ir­völd um mögu­lega lausn á mál­inu. „Við erum ný­bú­in að fara gegn­um svipaða hluti á Flat­eyri og Suður­eyri og við hefðum fyrst átt að fá að láta reyna á það,“ seg­ir Daní­el.

Nú er einn mánuður sem bær­inn hef­ur í umþótt­un­ar­tíma, að sögn Daní­els og sá tími verður nýtt­ur til að ræða mál­in við hlutaðeig­andi. Eft­ir þann tíma gæti komið til upp­sagna og aðlög­un­ar að flutn­ingi. Hann seg­ir að þegar hafi verið rætt við byggðar­stofn­un.

Verk­efnið að stoppa breyt­ing­ar eða finna ný störf

Aðspurður hvernig þetta gæti komið niður á bæn­um seg­ir Daní­el stöðuna erfiða. „Þetta er áfall og við þurf­um að vinna úr þessu, því miður með reynslu af þess­um mál­um.“ Hann seg­ir verk­efnið núna að finna leiðir til að koma í veg fyr­ir þess­ar breyt­ing­ar eða að finna aðra at­vinnu­mögu­leika.

Í til­kynn­ingu frá Vísi sagðist fé­lagið ætla að aðstoða við að finna ný störf eða skapa at­vinnu á þeim stöðum sem fé­lagið væri að fara frá. Á bæði Húsa­vík og á Djúpa­vogi var til­kynnt verk­efni sem unnið væri að, en ekk­ert var gefið upp um nein áform á Þing­eyri. Aðspurður hvort hann sjái ein­hver verk­efni fyr­ir sér í dag sem hægt væri að vinna að seg­ist Daní­el ekki sjá nein verk­efni fyr­ir sér í fljót­heit­um. Slíkt verði þó skoðað vel á næstu dög­um.

Frétt mbl.is: Öll starf­semi Vís­is til Grinda­vík­ur

Frétt mbl.is: Hryggj­ar­stykkið í at­vinnu­líf­inu

Daníel Jakobsson., bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ.
Daní­el Jak­obs­son., bæj­ar­stjóri í Ísa­fjarðarbæ.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert