Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur í vikunni var að nýju lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar.
Var hún samþykkt með 6 atkvæðum fulltrúa Besta flokksins, Páls Hjaltasonar, Elsu Hrafnhildar Yeoman og Karls Sigurðssonar; fulltrúa Samfylkingarinnar, Hjálmars Sveinssonar og Kristínar Soffíu Jónsdóttur; sem og fulltrúa Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs, Sóleyjar Tómasdóttur. Tillagan fer næst fyrir borgarráð, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Hildur Sverrisdóttir og Marta Guðjónsdóttir greiddu atkvæði gegn tillögunni og sögðu að þverpólitísk sátt ríkti um nefnd sem hefði til meðferðar framtíðarstaðsetningu innanlandsflugvallar og að hún væri enn að störfum.