Flóð myndi geysast niður

Myndin sýnir útbreiðslu flóðs sem fékkst úr einum af 20 …
Myndin sýnir útbreiðslu flóðs sem fékkst úr einum af 20 líkanareikningum. mbl.is

Reiknað er með stórum og mjög hraðskreiðum jökulhlaupum ef til þess kemur að Öræfajökull gýs. Vegna hæðar og bratta eldfjallsins yrði vöxtur flóðanna mjög hraður.

Sérfræðingar Veðurstofunnar hafa reiknað yfir 20 mismunandi sviðsmyndir fyrir flóð niður suður- og vesturhlíðar Öræfajökuls í kjölfar hugsanlegs eldgoss, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Mögulegt hættusvæði vegna flóða er allt að 350 km2 en hvert flóð myndi ekki þekja það allt, að sögn Emmanuels Pagneux, verkefnisstjóra forgreiningar á áhættu vegna flóða samfara eldgosum hjá Veðurstofunni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka