„Ég er ekki vond móðir“

Hjónin Jevgenija Kukle og Arturas Kuklis ásamt börnum sínum. Fjölskyldan …
Hjónin Jevgenija Kukle og Arturas Kuklis ásamt börnum sínum. Fjölskyldan er öll heyrnarlaus mbl.is/Kristinn

„Eflaust finnst einhverjum ég vera vond móðir sem er að bregðast börnum sínum. Því er ég ósammála. Lítum á þetta svona: Börnin mín eru ekki veik, heldur heilbrigð. Heyrnarleysi er ekki sjúkdómur eins og krabbamein eða hjartveiki.“

Þetta segir Jevgenija Kukle, 26 ára gömul þriggja barna móðir frá Litháen sem býr í Reykjavík, í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins. Hún og eiginmaður hennar, Arturas Kuklis, hafa ákveðið að börn þeirra, sem öll eru heyrnarlaus, fái ekki kuðungsígræðslu. Aðgerð sem gæti mögulega fært þeim einhverja heyrn.

„Heyrnarlausir geta gert svo að segja allt sem fólk með fulla heyrn getur gert og lifað alveg jafninnihaldsríku lífi,“ segir Jevgenija en þau hjónin eru sjálf bæði fædd heyrnarlaus.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert