Gengið hefur verið frá samkomulagi strandríkja um veiðar á kolmunna fyrir árið 2014.
Fram kemur í frétt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins að það feli í sér að veiðar ársins verða 1,2 milljón lestir en endurskoðun á aflareglu er frestað til haustsins. Hlutur Íslands úr heildarveiðinni er 194.722 lestir.
Einnig hefur verið staðfest samkomulag Íslands, Noregs, Rússlands og Evrópusambandsins um veiðar á norsk-íslenskri síld fyrir árið 2014. Heildarveiðin verður tæplega 419 þúsund lestir og er hlutur Íslands alls 60.722 lestir.