Fjórðungur glímir við offitu

Rúmlega fjórðungur þeirra, sem tóku þátt í rannsókn Landlæknisembættisins um …
Rúmlega fjórðungur þeirra, sem tóku þátt í rannsókn Landlæknisembættisins um heilsu og líðan Íslendinga, glíma við offitu.

Rúmlega fjórðungur þeirra, sem tóku þátt í rannsókn Landlæknisembættisins um heilsu og líðan Íslendinga, glímir við offitu. BMI-stuðull um 22,2% aðspurðra er yfir 30 en hlutfallið var 20,1% árið 2007.

Þar af glíma 21,3% aðspurðra karla við offitu en 23,1% kvenna.

Á vef Embættis landlæknis er komin út skýrslan Heilsa og líðan Íslendinga 2012 - Framkvæmdaskýrsla. Rannsóknin „Heilsa og líðan Íslendinga 2012“ byggist á viðamikilli póstkönnun sem var send til ríflega tíu þúsund Íslendinga á aldrinum 18 til 84 ára í lok októbermánaðar 2012.

Þar af hafði 3.676 manns verið fylgt eftir frá fyrstu rannsókn árið 2007 og 6.486 manns tilheyrðu nýju úrtaki 18-79 ára Íslendinga.

Fjöldi svara var 6.783 og var svarhlutfallið því 67,2%.

Margir ósáttir við eigin líkamsþyngd

Fram kemur í niðurstöðunum að um fjórðungur þeirra sem tóku þátt í rannsókninni og eru á aldrinum 18 til 44 ára glímir við offitu. Í aldurshópnum 45 til 66 ára er hlutfallið um 25% og um 23% í aldurshópnum 67 til 79 ára.

Þá segjast tæplega 30 prósent aðspurðra vera frekar ósátt við eigin líkamsþyngd. Hlutfallið er 26,9% hjá körlunum en 32,2% hjá konunum.

35% aðspurðra segjast jafnframt vera að reyna að létta sig núna en hlutfallið er 41,6% hjá konum. Aðeins 2,8% aðspurðra segist vera að reyna að þyngja sig núna, þar af aðeins eitt prósent kvenna.

Athygli vekur að 48,7% kvenna á aldrinum 18 til 44 ára eru að reyna að létta sig núna. Hlutfallið er um 25% hjá körlum í sama aldurshópi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert