Sjón verðlaunaður fyrir kynlífslýsingu

Karl Blöndal afhenti Sjón verðlaunin.
Karl Blöndal afhenti Sjón verðlaunin.

Rithöfundurinn Sjón hlaut í gær Rauðu hrafnsfjöðrina fyrir forvitnilegustu kynlífslýsingu ársins í íslenskum skáldverkum. Lestrarfélagið Krummi veitti honum verðlaunin á aðalfundi félagsins í gærkvöldi, en þetta er í áttunda sinn sem Rauða hrafnsfjöðrin er veitt.

Rauða hrafnsfjöðrin var fyrst veitt 2007 og þá hreppti hana Eiríkur Örn Norðdahl fyrir Eitur fyrir byrjendur. 2008 varð Elísabet Jökulsdóttir hlutskörpust fyrir Heilræði lásasmiðsins, Hermann Stefánsson hreppti verðlaunin 2009 fyrir Algleymi, 2010 fékk Steinar Bragi Rauðu hrafnsfjöðrina fyrir Himininn yfir Þingvöllum, 2011 þau Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir og Magnús Þór Jónsson, Megas, fyrir Dag kvennanna - ástarsögu, 2012 Sigríður Jónsdóttir fyrir ljóðasafnið Kanil og á síðasta ári fékk Auður Ava Ólafsdóttir Rauðu hrafnsfjöðrina fyrir skáldsögu sína Undantekninguna.

Að þessu sinni voru tilnefndar auk Mánasteins bækurnar Fiskarnir hafa enga fætur eftir Jón Kalman Stefánsson, útgefandi Bjartur, Hann eftir Börk Gunnarsson sem Almenna bókafélagið gefur út, Blindhríð eftir Sindra Freysson, útgefandi Sögur, Heiðrún Ólafsdóttir, Af hjaranum, útgefandi Ungmennafélagið Heiðrún, Eldhafið yfir okkur eftir Dag Hjartarson, útgefandi Bjartur, Ár drekans eftir Össur Skarphéðinsson, útgefandi Sögur, og My pussy is hungry eftir Hugleik Dagsson, útgefandi Forlagið.

Verðlaunatilnefningin úr Mánasteini:

Hátíðarsamkomunni við Stjórnarráðið er að ljúka.

Drengurinn snýr sér að rennibekknum og beygir sig fram. Matrósinn þrýstir limnum inn í hann.

Fyrst er sunginn þjóðsöngur Danmerkur, „Det er et yndigt land“, og svo sá íslenski, „Ó, guð vors lands“. Húrrahrópunum ætlar aldrei að linna.

Á sama andartaki og Máni Steinn fær fullnægingu finnur hann heitt sæði matrósans sprautast inn í sig - og um leið er lagerhurðinni sparkað upp.

Frá dyrunum berst örvæntingarfullt hróp:

- Nej, Mogens, for helvede, hvad laver du?

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert