Mikilvæg verðmæti gætu orðið að engu

„Hér höfum við hlutverk gagnvart heiminum öllum; við eru miðlararnir,“ …
„Hér höfum við hlutverk gagnvart heiminum öllum; við eru miðlararnir,“ segir Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar. mbl.is/Árni Sæberg

Það er vandræðalegt, sumir myndu segja skammarlegt, að engin myndarleg handritasýning sé í borginni, segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar.

„Það er ekki nóg að tala um gildi handritanna á hátíðarstundu, við þurfum að setja fé í að hugsa um þau, hafa mannafla til að gera við þau og ljósmynda, rannsaka, gefa út efnið þeirra, og miðla bæði á netinu og á sýningum,“ segir hún í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Guðrún segir Hús íslenskra fræða forsendu nútímavæðingar rannsóknar- og miðlunarstarfs stofnunarinnar en niðurskurður síðustu ára hafi komið hart niður á Árnastofnun og hættulega fáir haldi utan um handritasafnið og annan menningararf.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert