Mikilvæg verðmæti gætu orðið að engu

„Hér höfum við hlutverk gagnvart heiminum öllum; við eru miðlararnir,“ …
„Hér höfum við hlutverk gagnvart heiminum öllum; við eru miðlararnir,“ segir Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar. mbl.is/Árni Sæberg

Það er vand­ræðal­egt, sum­ir myndu segja skamm­ar­legt, að eng­in mynd­ar­leg hand­rita­sýn­ing sé í borg­inni, seg­ir Guðrún Nor­dal, for­stöðumaður Árna­stofn­un­ar.

„Það er ekki nóg að tala um gildi hand­rit­anna á hátíðar­stundu, við þurf­um að setja fé í að hugsa um þau, hafa mannafla til að gera við þau og ljós­mynda, rann­saka, gefa út efnið þeirra, og miðla bæði á net­inu og á sýn­ing­um,“ seg­ir hún í viðtali í Morg­un­blaðinu í dag.

Guðrún seg­ir Hús ís­lenskra fræða for­sendu nú­tíma­væðing­ar rann­sókn­ar- og miðlun­ar­starfs stofn­un­ar­inn­ar en niður­skurður síðustu ára hafi komið hart niður á Árna­stofn­un og hættu­lega fáir haldi utan um hand­rita­safnið og ann­an menn­ing­ar­arf.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert