Fasteignaverð hækkað mikið

Raunverð fasteigna fer hækkandi.
Raunverð fasteigna fer hækkandi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Raunverð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu er nú svipað og í júní 2009 og er útlit fyrir frekari hækkun á næstu misserum. Lækkun eftir hrunið er því að ganga til baka.

Í umfjöllun um fasteignamálin í Morgunblaðinu í dag segir Ari Skúlason, sérfræðingur í hagfræðideild Landsbanka Íslands, að margir fasteignaeigendur hafi séð eignir sínar hækka um tugi prósenta í verði, hafi þeir keypt þær fyrir 2004 eða eftir að fasteignaverð náði lágmarki 2010. Nemur hækkun raunverðs á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu frá 2003 til dæmis 35%.

Öðru máli gegni hins vegar um þá sem keyptu fasteign á þensluárunum, einkum 2007 og 2008. Ólíklegt sé að þeir muni endurheimta eigið fé vegna hækkandi raunverðs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert