„Hvar er reiknivélin?“

Helgi Hjörvar, alþingismaður.
Helgi Hjörvar, alþingismaður. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Hæst­virt­ur for­sæt­is­ráðherra, hvar er reikni­vél­in? Þegar maður pant­ar sér pítsu þá veit maður hvort maður fær senda 18 tommu, 9 tommu eða bara brauðstang­ir. Maður hef­ur líka upp­lýs­ing­ar um verðið,“ sagði Helgi Hjörv­ar, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í fyr­ir­spurn til Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­sæt­is­ráðherra, á Alþingi í dag. Hins veg­ar gæti al­menn­ing­ur ekki fengið upp­lýs­ing­ar um það hvað áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar varðandi skulda­leiðrétt­ing­ar þýddu fyr­ir hann.

Vísaði Helgi þar til þeirra um­mæla Sig­mund­ar að auðveld­ara yrði að sækja um skulda­leiðrétt­ingu en panta sér pítsu. Helgi rifjaði einnig upp að rætt hefði verið um þegar áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar voru kynnt í nóv­em­ber síðastliðnum að komið yrði upp sér­stakri reikni­vél á net­inu þar sem fólk gæti reiknað út hversu mikið það fengi leiðrétt. Þá sagði hann að þau áform sem kynnt hafi verið í nóv­em­ber væru allt önn­ur en þau sem kynnt hefðu verið í síðustu viku.

„Hér er verið að kynna til­lög­ur sem fela í sér gríðarlega stórt úrræði til þess að koma til móts við heim­ili lands­ins. Viðbrögð hátt­virts þing­manns og und­ir­bún­ing­ur fyr­ir umræðuna hef­ur ein­göngu snú­ist um það að reyna að ala sem mest á tor­tryggni og reyna að finna sem flesta hópa sem hann get­ur mögu­lega á ein­hvern hátt gert óör­ugga eða óánægða. Þetta er ekki gott að hafa að leiðarljósi í póli­tísku starfi,“ sagði Sig­mund­ur.

Hann bætti því við að það sem kynnt hafi verið í nóv­em­ber væri það sama og síðan hafi verið út­fært. Frum­vörp­in sem lögð hafi verið fram í þeim efn­um væru ein­ung­is tækni­leg út­færsla á þeim til­lög­um. „Flókn­ara er það ekki.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra. mbl.is/​Golli / Kjart­an Þor­björns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert