Jónas Þór nýr stjórnarformaður Landsvirkjunar

Höfuðstöðvar Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 58.
Höfuðstöðvar Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 58.

Á aðalfundi Landsvirkjunar, sem haldinn var í dag, var samþykkt tillaga fjármála- og efnahagsráðherra um kjör aðalmanna og varamanna í stjórn Landsvirkjunar.

Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar voru kjörnir:
Jónas Þór Guðmundsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélags Íslands, Helgi Jóhannesson, hæstaréttarlögmaður, Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, Þórunn Sveinbjarnardóttir, framkvæmdastýra Samfylkingarinnar og Álfheiður Ingadóttir, líffræðingur.

Varamenn í stjórn Landsvirkjunar voru kjörnir: Páley Borgþórsdóttir, Teitur Björn Einarsson, Ásta Björg Pálmadóttir, Skúli Helgason og Steinþór Heiðarsson.

Aðalfundurinn staðfesti skýrslu fráfarandi stjórnar og samstæðureikning fyrir liðið reikningsár. Á aðalfundinum var jafnframt samþykkt tillaga stjórnar um arðgreiðslu til eigenda að fjárhæð 1,5 milljarðar króna fyrir árið 2013.

Á aðalfundinum var Deloitte ehf. kosið endurskoðunarfyrirtæki Landsvirkjunar að fenginni tillögu Ríkisendurskoðunar, sem efndi til útboðs á endurskoðun reikninga Landsvirkjunar í mars 2014. Var niðurstaðan sú að ganga til samninga við endurskoðunarfyrirtækið Deloitte ehf.

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar eftir aðalfund var Jónas Þór Guðmundsson kjörinn formaður stjórnar og Jón Björn Hákonarson varaformaður.

Rafræna ársskýrslu og ársreikning Landsvirkjunar fyrir árið 2013 má finna á www.landsvirkjun.is/arsskyrsla2013

Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélags Íslands, er nýr stjórnarformaður Landsvirkjunar.
Jónas Þór Guðmundsson, formaður Lögmannafélags Íslands, er nýr stjórnarformaður Landsvirkjunar.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert