Gagnrýnin snýr að kerfinu

Halldór Halldórsson, oddvita sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Halldór Halldórsson, oddvita sjálfstæðismanna í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í Reykjavík, segir að gagnrýni sjálfstæðismanna á skólakerfið snúi að kerfinu sem slíku, en ekki sjálfum kennurunum. 

„Við erum að gagnrýna kerfið og segja hverju við teljum geta breytt sem stjórnendur hjá Reykjavíkurborg,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Þing Kennarasamband Íslands lýsti í dag furðu sinni á staðhæfingum sem komu fram í auglýsingu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í Fréttablaðinu í dag. 

Í auglýsingunni eru helstu áhersluatriði flokksins í borginni kynnt, en hefst með þeim orðum að skólakerfið hafi brugðist börnunum en fái þrátt fyrir það að hjakka í sama farinu án aðgerða.

Þing Kennarasambandsins sagði að þetta væru gífuryrði og sleggjudómar.

Halldór ítrekar að auglýsingunni hafi ekki verið beint gegn kennurunum, heldur kerfinu sem slíku. „Við vitum að upp til hópa erum við með góða kennara. Við vitum að við þurfum að gera betur við kennara þegar kemur að launum og höfum áhuga á því að gera kerfisbreytingar til að það verði auðveldara,“ segir hann.

Frétt mbl.is: Mótmæla „sleggjudómum“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert