Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tiltekin ummæli sem viðhöfð voru í Fréttablaðinu og á fréttavefnum Vísi dauð og ómerk. Ummælin voru í umfjöllun um samtökin Vörn fyrir börn og forstöðukonu þeirra, Kristínu Snæfells. Þá var blaðamanni gert að greiða Kristínu 200 þúsund krónur í miskabætur og 300 þúsund krónur í málskostnað.
Kristín höfðaði mál á hendur Maríu Lilju Þrastardóttur vegna skrifa hennar í Fréttablaðið í júní í fyrra, annars vegar undir fyrirsögninni Varað við fúskurum í barnavernd og hins vegar Barn látið ljúga til um kynferðisofbeldi.
Hún krafðist þess að tiltekin ummæli verði dæmd dauð og ómerk, María Lilja greiði henni tvær milljónir í miskabætur, tvö hundruð þúsund til að birta forsendur dómsins í einu dagblaði og málskostnað.
Ummælin sem dæmd voru dauð og ómerk voru:
Frétt mbl.is: Barnaverndarsamtök rúin trausti