Mótmæla „sleggjudómum“

Frá þingi Kennarasambands Íslands.
Frá þingi Kennarasambands Íslands.

Þing Kenn­ara­sam­band Íslands hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem þingið lýs­ir furðu sinni á staðhæf­ing­um sem koma fram í aug­lýs­ingu í Frétta­blaðinu í dag. 

„Sjötta þing Kenn­ara­sam­band Íslands lýs­ir furðu sinni á staðhæf­ing­um sem fram koma í aug­lýs­ingu Sjálf­stæðis­flokks­ins vegna borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga í Reykja­vík í Frétta­blaðinu í morg­un. Í aug­lýs­ing­unni er staðhæft að skóla­kerfið hafi brugðist börn­un­um okk­ar. Bætt er við að skóla­kerfið hjakki í sama far­inu. Þess­um gíf­ur­yrðum og sleggju­dóm­um mót­mæl­ir þing KÍ harðlega.

Inni­hald aug­lýs­ing­ar­inn­ar er einnig í full­komu ósam­ræmi við orð Hall­dórs Hall­dórs­son­ar, borg­ar­stjóra­efn­is Sjálf­stæðis­flokks­ins, þegar hann ávarpaði þing KÍ á þriðju­dag­inn. Þar sagðist hann vera talsmaður sam­starfs og sátta í skóla- og mennta­mál­um.

Slíkt ósam­ræmi milli þess sem Hall­dór seg­ir milliliðalaust við kenn­ara á þingi þeirra og þess sem hann seg­ir al­menn­ingi í aug­lýs­ing­unni er óskilj­an­legt,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu. 

Vill um­bylta skóla­kerf­inu

Í aug­lýs­ing­unni sagði Hall­dór að skóla­kerfið hefði brugðist börn­un­um okk­ar en fengi þrátt fyr­ir það að hjakka áfram í sama far­inu án aðgerða. 

„Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn í Reykja­vík vill um­bylta skóla­kerf­inu til að mæta bet­ur þörf­um barna og kenn­ara. Sam­kvæmt niður­stöðum PISA geta 30% drengja og 12% stúlkna ekki lesið sér til gagns við lok grunn­skóla sem er hrein­lega óá­sætt­an­legt,“ seg­ir í aug­lýs­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert