Til stendur að lengja Arnarnesveginn verulega þannig að hann liggi frá Garðabæ í Breiðholt í Reykjavík og hefjast framkvæmdir í ár.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri samgönguáætlun til ársins 2016 sem Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra lagði fram sem þingsályktunartillögu á mánudaginn.
Vegarkaflinn liggur um land Kópavogs, Garðabæjar og Reykjavíkur, vegagerðin hefur staðið til um hríð, en ekki orðið af framkvæmdum fyrr en nú, t.d. voru umhverfisáhrif vegarkaflans metin árið 2006.