Nýir eigendur Póstmiðstöðvarinnar

Póstmiðstöðin dreifir Fréttablaðinu.
Póstmiðstöðin dreifir Fréttablaðinu. mbl.is

Rekstur Póstmiðstöðvarinnar var seldur út úr félaginu í lok síðasta árs til félags að nafni Strahan II ehf., að sögn Ara Edwald, forstjóra 365 miðla.

Þar með talið er dótturfélagið Póstdreifing ehf. sem meðal annars sér um dreifingu Fréttablaðsins. Það sem eftir stóð af Póstmiðstöðinni fékk í janúar nýtt nafn, P-24 ehf., en enginn rekstur er lengur í því félagi.

Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag kemur fram, að kaupendur Póstmiðstöðvarinnar séu tveir. Annars vegar félag Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, Höllu Sigrúnar Hjartardóttur, stjórnarformanns FME, og Kára Þórs Guðjónssonar og hins vegar félag Malcolms Walkers, forstjóra Iceland, og bresks meðfjárfestis hans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert