Afstaðan til ESB alltaf verið skýr

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Ómar

„Það get­ur ekki komið nein­um á óvart að þessi rík­is­stjórn hafi ekki ætlað sér að standa fyr­ir viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið enda í raun óhugs­andi að  rík­is­stjórn, sem hef­ur svo ein­arða af­stöðu í mál­inu, standi fyr­ir slík­um samn­ingaviðræðum.“

Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, á flokkráðsfundi Sjálf­stæðis­flokks­ins í Laug­ar­dals­höll­inni í morg­un.

Hann sagði að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hefði aldrei haft það á stefnu­skrá sinni að ganga í ESB. Þar hefði hann átt sam­leið með skýr­um meiri­hluta þjóðar­inn­ar.

„Við höf­um ávallt haldið þeirri stefnu skýrt fram að hags­mun­um okk­ar sé bet­ur borgið utan ESB. Rík­is­stjórn­in sem tók við völd­um eft­ir kosn­ing­ar setti strax fram mjög skýra af­stöðu og þegar síðasta sum­ar hóf ut­an­rík­is­ráðherra að rekja upp viðræður ís­lenskra stjórn­valda við ESB,“ sagði Bjarni jafn­framt.

Oft deilt um ákv­arðanir á sviði ut­an­rík­is­mála

Hann sagði þó að það væri alltaf slæmt þegar veru­leg­ur ágrein­ing­ur yrði inn­an­lands um bæði ut­an­rík­is­stefnu Íslands og önn­ur meiri­hátt­ar hags­muna­mál.

„Þó er það vel þekkt úr sög­unni og í raun má segja að í hvert skipti sem ís­lensk þjóð hef­ur tekið mik­il­væg­ar ákv­arðanir á sviði ut­an­rík­is­mála hafi skap­ast deil­ur og umræður hér heima.“ Hægt væri að taka fjöl­mörg dæmi um þetta, svo sem inn­göngu Íslands í NATO, EES-samn­ing­inn og þorska­stríðin. 

„Síðustu ár hafa þó kennt okk­ur að það er mik­il­vægt að hvert mál fái að þrosk­ast og að mál­efna­leg umræða skap­ist í þjóðfé­lag­inu um grund­vall­ar­mál,“ sagði hann. 

Hann sagði einnig að vel mætti vera að Evr­ópu­skýrsla Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands hefði ekki hlotið næga al­menna umræðu áður en til­lag­an um slit viðræðna var lögð fram.

„Þetta er ekki ein­angr­un­ar­stefna“

„En hitt er mér ekk­ert síður hug­leikið hvernig á því stend­ur að jafn­vel þótt skýr meiri­hluti lands­manna vilji halda sig utan ESB, þá virðist stór hluti þjóðar­inn­ar hafa áhuga á því að ljúka viðræðum, sem eru í raun aðlög­un­ar­viðræður um það að ganga í sam­bandið - eða í það minnsta fá að kjósa um hvort haldið skuli áfram,“ sagði hann.

Hann benti á að ákvörðun um að halda í full­veldið væri ekki ákvörðun um að hafna val­kost­um, held­ur ákvörðun um að taka þátt í sam­skipt­um og viðskipt­um við helstu markaðssvæði heims­ins á rétt­um for­send­um.

„Að taka full­an þátt í sam­starf­inu um innri markað Evr­ópu­sam­bands­ins, vera virk í sam­eig­in­leg­um hags­muna­mál­um, en halda sjálfs­ákvörðun­ar­rétti í mál­um sem eru ekki sam­eig­in­leg með Evr­ópu­sam­band­inu,“ sagði hann.

„Þetta er ekki ein­angr­un­ar­stefna. Þetta er ut­an­rík­is­stefna sem bygg­ist á því að skipa okk­ur þar meðal þjóða sem þjón­ar hags­mun­um okk­ar best.“  

Að lok­um sagði hann það vera rétt að ákvæði um þjóðar­at­kvæðagreiðslur í stjórn­ar­skrána yrði smíðað. Það kynni að reyn­ast mjög gott tæki­færi til að leiða mál til lykta meðal þjóðar­inn­ar. 

Frétt mbl.is: „Skatt­ar munu lækka frek­ar“

Frétt mbl.is: Millj­arðar munu spar­ast

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, setti flokksráðsfund í Laugardalshöll í morgun.
Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, setti flokks­ráðsfund í Laug­ar­dals­höll í morg­un. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
Flokksráðsfundur Sjálfsstæðisflokksins fer fram í Laugardalshöll í dag.
Flokks­ráðsfund­ur Sjálfs­stæðis­flokks­ins fer fram í Laug­ar­dals­höll í dag. mbl.is/Á​rni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka