Fær ekki aðgang að skýrslum

Sérstakur saksóknari hélt því fram að skýrslurnar væru hluti sakamálarannsóknar …
Sérstakur saksóknari hélt því fram að skýrslurnar væru hluti sakamálarannsóknar og féllu því utan gildissviðs upplýsingalaga. mbl.is

Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur vísað frá kæru einstaklings vegna synjunar embættis sérstaks saksóknara á beiðni um aðgang að skýrslum tveggja hópa sérfræðinga sem unnu á vegum lögfræðistofunnar LYNX og endurskoðunarstofunnar Cofisys.

Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að hún telji þó engum vafa undirorpið að sérstökum saksóknara sé skylt að afhenda nefndinni skýrslurnar.

„Framfylgi stjórnvald ekki þeirri skyldu sinni að afhenda slík gögn vekur það bæði tortryggni nefndarinnar og almennings. Þar sem nefndin hefur hins vegar ekki nægilega ríkar valdheimildir, s.s. sérstakar kæruleiðir, til þess fá gögn afhent sem stjórnvald neitar að láta af hendi, var henni ekki fær önnur leið en sú að byggja á þeirri fullyrðingu sérstaks saksóknara að umbeðin gögn falli utan gildissviðs upplýsingalaga. Því varð hún að vísa kærunni frá,“ segir í samantekt um niðurstöðurnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert