Á vefsíðu UFC er tekið saman hvaða bardagamenn hafa náð hvað bestum árangri á fyrstu þremur mánuðum ársins. Í sjöunda sæti listans er Mjölnismaðurinn Gunnar Nelson. Í greiningu pistlahöfundar UFC er Gunnari lýst eins og höggormi, en í bardaganum náði hann andstæðingi sínum, Sambóglímukappanum Omar Akhmedov niður með einu skyndilegu höggi.
Pistlahöfundur fjallar einnig um að Gunnar hafi verið „hæpaður“ mjög mikið undanfarið. Menn höfðu áhyggjur af því að hann stæði ekki undir væntingum eða væri ekki í formi eftir 13 mánaða hlé frá hringnum. Þær áhyggjur fuku út í veður og vind þegar hann náði uppgjafartaki á andstæðingi sínum undir lok fyrstu lotu, þar sem Gunnar stýrði ferðinni allan tímann.