Verkfalli kennara lokið

Nemendur og kennarar munu streyma aftur í skólana þar sem …
Nemendur og kennarar munu streyma aftur í skólana þar sem framhaldsskólakennaraverkfalli er lokið. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Verkfalli framhaldsskólakennara, sem staðið hefur yfir í þrjár vikur, var frestað í gær þegar skrifað var undir nýjan kjarasamning í Karphúsinu. Í samningnum felst að laun framhaldsskólakennara munu hækka um 6,8% í áföngum til 31. október 2016.

Sú hækkun skiptist þannig að 2,8% almenn launahækkun tekur gildi þegar í stað, og munu launin hækka um 2% í janúar 2015 og aftur 2016. Jafnframt verður ráðist í breytingar á vinnumati kennara sem geta þá tryggt enn frekari hækkanir á launum, að því er fram kemur í umfjöllun um samningana í Morgunblaðinu í dag.

Í viðauka með samkomulaginu er gert ráð fyrir fimm kennsludögum til viðbótar, en síðan yrði það í höndum hvers og eins skóla hvernig unnið væri úr stöðunni. Yngvi Pétursson, rektor Menntaskólans í Reykjavík, reiknaði með fundi með kennurum á mánudaginn þar sem næstu skref yrðu rædd. Yngvi sagði ekki ljóst ennþá hvort einhverjir nemendur hefðu fallið frá námi í kjölfar verkfallsins, en nemendur hefðu verið duglegir að nýta sér húsnæði skólans til þess að halda áfram námi sínu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert