Vildi ekki ræða við talsmanninn

Ferðamenn eru nú rukkaðir um 600 krónur inn á Geysissvæðið.
Ferðamenn eru nú rukkaðir um 600 krónur inn á Geysissvæðið. mbl.is/Golli

Ögmund­ur Jónas­son, þingmaður Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, vildi ekki eiga sam­ræður við Garðar Ei­ríks­son, tals­mann Land­eig­enda­fé­lags Geys­is ehf, þegar hann lagði leið sína á Geys­is­svæðið í dag.

„Hann kom hingað ásamt nokkr­um sam­borg­ur­um sem vildu tjá þá skoðun sína að þeir væru á móti því sem við vær­um að gera. Og við buðum þau vel­kom­in. Ég tók í hönd­ina á Ögmundi, bauð hon­um inn og reyndi síðan að eiga sam­ræður við hann,“ seg­ir Garðar í sam­tali við mbl.is.

„En hann virt­ist nú ekki vera maður sam­ræðna þannig að hann kaus að tjá sig við þann fjöl­miðil sem var hérna og ekki meira. Hann vildi ekki ræða við mig um lands­ins gagn og nauðsynj­ar.“

Garðar seg­ir að nokkr­ir Vest­manna­ey­ing­ar hafi greitt aðgangs­gjaldið fyr­ir Ögmund. Hann hafi ekki einu sinni viljað þiggja boðsmiða sem Garðar bauð hon­um.

„Það er ekki flókn­ara en það. Við höf­um hann hér til minn­is um þetta,“ seg­ir Garðar.

Annað sinn sem Ögmund­ur fer á Geys­is­svæðið

Hann seg­ist hins veg­ar hafa rætt við gott fólk í hópn­um sem fylgdi Ögmundi. „Og við skipt­umst á skoðunum, eðli­lega. Við erum nú all­ir sam­mála um að það þurfi að vernda nátt­úr­una. Við erum bara ekki sam­mála um það með hvaða hætti eigi að afla fjár. Það er málið í hnot­skurn,“ seg­ir Garðar.

Þetta er í annað sinn sem Ögmund­ur ákveður að fara á svæðið til að mót­mæla gjald­tök­unni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert