Agi í ríkisfjármálum nauðsynlegur

Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Krón­an er ekk­ert annað en mæl­ir á ástandið í efna­hags­líf­inu al­mennt, seg­ir Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir inn­an­rík­is­ráðherra. Í út­varpsþætt­in­um Sprengisandi á Bylgj­unni í morg­un sagði hún að krón­an væri ekki að fara á næst­unni og því væri mik­il­vægt að kost­ir henn­ar yrðu nýtt­ir.

Í þætt­in­um var rætt um ræðu Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra og for­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, á flokks­ráðsfundi sjálf­stæðismanna í gær. Bjarni þakkaði meðal ann­ars ís­lensku krón­unni fyr­ir það að at­vinnu­leysi hér væri mun minna en í öll­um 28 ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins.

Guðmund­ur Stein­gríms­son, formaður Bjartr­ar framtíðar, sagði að það væri greini­legt að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn væri að skerpa stefnu sína í Evr­ópu­mál­um. Hann rifjaði upp að á lands­fundi flokks­ins hefði verið samþykkt til­laga þess efn­is að krón­an væri ekki framtíðar­gjald­miðill Íslend­inga. 

„Núna er tónn­inn sá að þjóðin eigi ekki að fara í Evr­ópu­sam­bandið og að krón­an sé fín. Það hefði verið betra ef flokk­ur­inn hefði sagt þetta í kosn­inga­bar­átt­unni,“ sagði Guðmund­ur.

Hann sagði að veru­leik­inn sem blasti við með krón­una væri sá að hún félli oft­ar en ekki í verði. Þá lækkuðu laun Íslend­inga, verðlag hækkaði og höfuðstóll er­lendra lána hækkaði jafn­framt. Krón­an væri einnig í höft­um og því væri bannað að skipta krón­um yfir í aðra gjald­miðla. „Þetta er veru­leik­inn sem krón­an býður upp á.“

Hanna Birna benti á mik­il­vægi þess að bönd­um yrði komið á rík­is­fjár­mál­in. Gjald­miðill­inn væri ekki aðal­málið, held­ur þyrfti að koma á aga í fjár­mál­um rík­is­ins. Hún sagði að nýtt frum­varp fjár­málaráðherra um op­in­ber fjár­mál yrði til þess að inn­leiða sterk­ari aga í þess­um efn­um.

Í frum­varp­inu er meðal ann­ars lagt til að sett verði 45% skuldaþak, þ.e. að heild­ar­skuld­ir, að frá­töld­um líf­eyr­is­skuld­bind­ing­um og viðskipta­skuld­um en að viðbætt­um sjóðum og bankainn­stæðum, verði lægri en sem nem­ur 45% af vergri lands­fram­leiðslu.

Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar.
Guðmund­ur Stein­gríms­son, formaður Bjartr­ar framtíðar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert