Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn skammt frá Hlemmi rétt eftir klukkan tíu í gærkvöldi en skömmu áður hafði borist beiðni um hjálp frá Strætó. Maðurinn sem var handtekinn sló vagnstjóra í andlitið og hrækti framan í hann. Hann gisti fangageymslur í nótt.
Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að ekki liggi fyrir upplýsingar um meiðsl bílstjórans. Árásarmaðurinn veitti mikla mótspyrnu við handtökuna og hafði í hótunum við lögreglumenn. Atvikið átti sér stað við Hlemm.