Klára þarf samningaferlið

Jón Steindór Valdimarsson, formaður Já Ísland og fv. framkvæmdastjóri Samtaka …
Jón Steindór Valdimarsson, formaður Já Ísland og fv. framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. mbl.is

Jón Steindór Valdimarsson, formaður samtakanna Já Ísland, sem berst fyrir inngöngu í ESB, segir skýrslu Alþjóðamálastofnunar gagnlega fyrir umræðuna. Hún leiði í ljós að ekki sé hægt að komast að endanlegum sannleik um hvernig aðild Íslands að ESB gæti litið út nema að klára samningaferlið.

„Menn hafa verið að geta sér til um margt og leiða líkum að sennilegum og ósennilegum niðurstöðum. Það er einnig gert í þessari skýrslu en núna er að minnsta kosti ekki slegið útaf borðinu að hægt sé að ná hagfelldum niðurstöðum. Það er heldur ekki fullyrt að við myndum ná tilteknum árangri á öllum sviðum. Skýrslan sýnir eins og sú sem Hagfræðistofnun skilaði af sér, að mörgum spurningum er ósvarað og þeim verður ekki svarað nema að ganga leiðina til enda,“ segir Jón Steindór ennfremur.

Hann segir skýrslu Alþjóðamálastofnunar sýna mjög glöggt að það séu möguleikar til staðar fyrir Ísland með aðild að ESB og sveigjanleiki í aðildarviðræðum. Hvort það dugi eigi eftir að koma í ljós.

„Á það er bent sérstaklega í skýrslunni að ef menn slíta aðildarviðræðum þá þarf að byrja á upphafsreit.  Í samfélaginu er vilji til þess að ljúka viðræðunum og sjá hvað út úr þeim kemur. Með því að slíta viðræðum er verið að útiloka þann möguleika og tefja fyrir því ef svo fer á næstu árum að menn vilji taka upp þráðinn að nýju, þá verður það mun erfiðara,“ segir Jón Steindór hjá Já Ísland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert