Óttast ekki fordæmisgildið

Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Frosti Sig­ur­jóns­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar Alþing­is, seg­ist ekki hafa áhyggj­ur af því að um­fangs­mik­il skulda­leiðrétt­ing rík­is­stjórn­ar­inn­ar skapi annað hvort laga­lega bind­andi for­dæmi eða for­dæmi fyr­ir önn­ur stjórn­völd síðari tíma.

„Aðstæður núna eru mjög sér­stak­ar. Ég á ekki von á því að hér verði aft­ur látið líðast að pen­inga­magn í um­ferð fimm­fald­ist á fimm árum og ég á held­ur ekki ekki von á því að hér í framtíðinni verði jafn­víðtæk verðtrygg­ing og hér hef­ur verið til þessa,“ sagði Frosti í umræðum á Alþingi í dag.

Rætt var um frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar um leiðrétt­ingu höfuðstóls verðtryggðra hús­næðislána en Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, mælti fyr­ir frum­varp­inu nú síðdeg­is.

Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, benti á að skulda­vandi ís­lenskra heim­ila væri bein af­leiðing geng­is­hruns ís­lensku krón­unn­ar.

„En hvað olli hruni krón­unn­ar?“ spurði Frosti. „Það er spurn­ing­in sem ég held að við ætt­um að skoða þannig að við get­um komið í veg fyr­ir að það ger­ist aft­ur. Það var gegnd­ar­laus aukn­ing pen­inga­magns í um­ferð í aðdrag­anda hruns­ins.“

Hann sagði að á fimm árum fyr­ir hrunið hefði pen­inga­magn í um­ferð auk­ist að meðaltali um tutt­ugu pró­sent á ári. „Það leiðir bara til eins. Því miður var ekki haft eft­ir­lit með þess­ari pen­inga­prent­un. Það olli hruni krón­unn­ar,“ nefnd­ir Frosti.

Hann sagði jafn­framt að ef það tæk­ist að koma í veg fyr­ir að pen­inga­magn yk­ist svo mikið í um­ferð og að hér yrði ekki eins víðtæk verðtrygg­ing, þá væri óþarfi að ráðast á nýj­an leik í svona stóra og víðtæka aðgerð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert