Mælir fyrir frumvarpi um skuldaleiðréttingu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Golli

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, mæl­ir nú á Alþingi fyr­ir frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar um leiðrétt­ingu höfuðstóls verðtryggðra hús­næðislána. Að því loknu fer fyrsta umræða um það fram en bú­ist er við því að umræðurn­ar standi fram á kvöld.

Bjarni og Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son kynntu frum­varpið á blaðamanna­fundi í Iðnó fyr­ir rúmri viku.

Há­marks­fjár­hæð niður­færslu verðtryggðra hús­næðislána verður fjór­ar millj­ón­ir króna á heim­ili, en til frá­drátt­ar koma fyrri op­in­ber úrræði til lækk­un­ar höfuðstóls sem lán­tak­andi hef­ur þegar notið.

Rétt til leiðrétt­ing­ar skapa verðtryggð hús­næðislán, vegna íbúðar­hús­næðis til eig­in nota, sem mynda stofn til vaxta­bóta og voru til staðar á tíma­bil­inu 1. janú­ar 2008 - 31. des­em­ber 2009. Leiðrétt­ing er að frum­kvæði lán­taka og þarf að sækja um hana hjá rík­is­skatt­stjóra á tíma­bil­inu 15. maí til 1. sept­em­ber 2014, að því er seg­ir í frum­varp­inu.

Í frum­varp­inu er jafn­framt lagt til að Alþingi heim­ili ráðherra að gera sam­komu­lag við líf­eyr­is­sjóði, Íbúðalána­sjóð og fjár­mála­fyr­ir­tæki um fram­kvæmd al­mennr­ar leiðrétt­ing­ar þeirra verðtryggðu fast­eigna­veðlána ein­stak­linga sem til staðar voru á tíma­bil­inu 1. janú­ar 2008 til 31. des­em­ber 2009.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert