„Stórkostleg umhverfisvá“

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, um­hverf­is- og auðlindaráðherra, sagði í umræðum á Alþingi í dag að plast væri stór­kost­leg um­hverf­is­vá. Hann sagði að þró­un­in í þess­um efn­um væri ekki góð, ekki bara hér á landi, held­ur líka víða á Vest­ur­lönd­um.

Úrbóta væri þörf enda hlyt­ist af plast­umbúðum mik­ill kostnaður sem lenti á skatt­greiðend­um.

Hann benti jafn­framt á að frum­varp um úr­gangs­mál lægi fyr­ir á Alþingi.

Hann svaraði þar með fyr­ir­spurn Mar­grét­ar Gauju Magnús­dótt­ur, varaþing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Hún kom af stað bylt­ingu gegn umbúðum í byrj­un mars­mánaðar og hef­ur hvatt fram­leiðend­ur og versl­an­ir til að draga úr magni plast­umbúða.

Fyr­ir Alþingi ligg­ur til dæm­is þings­álykt­un­ar­til­laga þess efn­is að skoðuð verði hag­kvæmni þess að draga úr notk­un plast­poka en Mar­grét Gauja er ein­mitt fyrsti flutn­ings­maður henn­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert