„Stórkostleg umhverfisvá“

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, sagði í umræðum á Alþingi í dag að plast væri stórkostleg umhverfisvá. Hann sagði að þróunin í þessum efnum væri ekki góð, ekki bara hér á landi, heldur líka víða á Vesturlöndum.

Úrbóta væri þörf enda hlytist af plastumbúðum mikill kostnaður sem lenti á skattgreiðendum.

Hann benti jafnframt á að frumvarp um úrgangsmál lægi fyrir á Alþingi.

Hann svaraði þar með fyrirspurn Margrétar Gauju Magnúsdóttur, varaþingmanns Samfylkingarinnar. Hún kom af stað byltingu gegn umbúðum í byrjun marsmánaðar og hefur hvatt framleiðendur og verslanir til að draga úr magni plastumbúða.

Fyrir Alþingi liggur til dæmis þingsályktunartillaga þess efnis að skoðuð verði hagkvæmni þess að draga úr notkun plastpoka en Margrét Gauja er einmitt fyrsti flutningsmaður hennar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert