Verja réttinn til að framfleyta sér

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar

„Hvers vegna mælti hátt­sett­ur þingmaður ekki með því á sín­um tíma að við mynd­um fara í fjölda­upp­sagn­ir í op­in­bera geir­an­um til þess að verja gengið? Hvers vegna mælti hann ekki fyr­ir því að við segðum upp nokkr­um þúsund­um ís­lenskra op­in­berra starfs­manna til þess að verja gengið? Vegna þess að hann seg­ir að það sé miklu betra að leggja áherslu á fast gengi held­ur en vinnu­markaðinn.“

Þetta sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, á Alþingi í dag í svari við fyr­ir­spurn frá Árna Páli Árna­syni, for­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Árni Páll vísaði í skýrslu Alþjóðamála­stofn­un­ar Há­skóla Íslands um um­sókn­ina um inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. Benti hann á að í skýrsl­unni kæmi fram að mik­ill vel­ferðarbati feng­ist hér á landi við upp­töku evr­unn­ar. Bjarni hefði hins veg­ar lofað sveigj­an­leika ís­lensku krón­unn­ar á flokks­ráðsfundi Sjálf­stæðis­flokks­ins um síðustu helgi. Það væri hins veg­ar meðal ann­ars sá sveigj­an­leiki sem hefði leitt til geng­is­falls og skulda­vanda þjóðar­inn­ar.

Bjarni sagði hins veg­ar að óumflýj­an­legt hafi verið að láta gengið lækka til þess að auka sam­keppn­is­hæfni Íslands og þannig hafi störf verið var­in í op­in­bera geir­an­um. „Ég er núna og var um helg­ina að benda á það að at­vinnu­leysi á Íslandi var í fe­brú­ar lægra en í hverju ein­asta Evr­ópu­sam­bands­ríki. Og ég hef líka vakið at­hygli á því að þau ríki sem hafa ákveðið að taka þátt í sam­eig­in­legu mynt­inni en eru með háar rík­is­skuld­ir eiga enga aðra leið til þess að ná end­um sam­an en að segja upp fólki í þúsunda­tali.“

Sagði hann Íslend­inga hafa valið að fara þá leið að verja rétt manna til þess að fram­fleyta sjálf­um sér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert