Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að enn þurfi að vinda ofan af skattahækkunum vinstri stjórnarinnar.
Í máli hans á flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins um helgina kom fram að ríkisstjórnin ráðgerði að einfalda skattkerfið og lækka skatta frekar.
Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir Bjarni að meðal annars sé það hans sýn að tekjuskattsþrepum verði fækkað í næsta áfanga skattkerfisbreytinga. Þá sé stefnt að afnámi vörugjalda í flestum flokkum.