27,5% ánægð með skuldafrumvarp

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynntu frumvörpin 26. mars. mbl.is/Golli

Innan við þriðjungur landsmanna er ánægður með frumvarpa ríkisstjórnarinnar um lækkun húsnæðisskulda. Tæpur helmingur segist óánægður með frumvörpin, samkvæmt nýrri könnun MMR. Fjórðungur aðspurðra sagðist hvorki ánægður né óánægður. 

Mikill munur var á afstöðu fólks eftir stjórnmálaskoðunum. Þannig voru þeir sem sögðust hafa kostið Framsóknar- eða Sjálfstæðisflokkinn í síðustu kosningum ánægðari heldur en þeir sem kusu aðra flokka.

46,2% þeirra sem kusu Sjálfstæðisflokkinn sögðust vera ánægð með frumvörpin og 41,4% Framsóknarflokks. Hinsvegar sögðust aðeins 17,5% kjósenda Bjartrar framtíðar ánægð, 7,5% Vinstri grænna, 7,4% Pírata og 5,2% Samfylkingarfólks.

Í úrtakinu voru einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.

Sjá nánar á vef MMR

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert