Skiptar skoðanir eru meðal forystumanna stjórnmálaflokka og félagasamtaka um skýrslu Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um aðildarviðræður Íslands við ESB.
Vigdís Hauksdóttir, formaður Heimssýnar, gagnrýnir vinnubrögð við skýrslugerðina og Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar, segir niðurstöður skýrslunnar „einkennast af fullmikilli bjartsýni eða jafnvel óskhyggju“.
Í ítarlegri umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Jón Steindór Valdimarsson, formaður Já Ísland, skýrsluna sýna að mörgum spurningum sé ósvarað og þeim verði ekki svarað nema aðildarferlið verði klárað.