„Vitum hvað Evrópusambandið er“

Bjarni Benediktsson og Árni Páll Árnason.
Bjarni Benediktsson og Árni Páll Árnason. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Menn segja að við vit­um ekki hvað Evr­ópu­sam­bandið er án viðræðna. Auðvitað vit­um við hvað Evr­ópu­sam­bandið er. Það er birt í lög­um, það er birt í sátt­mál­um. Við vit­um ná­kvæm­lega hvað Evr­ópu­sam­bandið er,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, á Alþingi í dag í sér­stakri umræðu um skýrslu Alþjóðamála­stofn­un­ar um um­sókn Íslands um inn­göngu í sam­bandið.

„Get­um við fengið minni­hátt­ar aðlag­an­ir, tíma­fresti og svo fram­veg­is? Ef­laust. En það er ekk­ert í þess­ari skýrslu sem við erum að ræða hér í dag sem seg­ir að við mun­um fá var­an­leg­ar und­anþágur frá sam­bands­lög­gjöf­inni,“ sagði Bjarni enn­frem­ur og vísaði í því sam­bandi í skrif Stef­áns Más Stef­áns­son­ar, laga­pró­fess­ors við Há­skóla Íslands, þess efn­is að eng­in þjóð hafi fengið var­an­leg­ar und­anþágur frá lög­gjöf Evr­ópu­sam­bands­ins á sviði sjáv­ar­út­vegs og land­búnaðar.

Hins veg­ar hefði Evr­ópu­sam­bandið breytt lög­gjöf sinni til þess að koma til móts við þarf­ir ein­stakra ríkja eins og til að mynda Möltu. En þeirri lög­gjöf gæti Evr­ópu­sam­bandið breytt. Nor­eg­ur væri annað dæmi um ríki sem farið hefði fram á fjöl­marg­ar var­an­leg­ar und­anþágur en enga fengið.

Máls­hefj­andi umræðunn­ar var Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Spurði hann meðal ann­ars að því hver hætt­an væri í því að leggja málið í dóm þjóðar­inn­ar á grund­velli þeirra upp­lýs­inga sem lægju fyr­ir. Gagn­rýndi hann Bjarna fyr­ir að tala fyr­ir aga í fjár­mál­um þjóðar­inn­ar á sama tíma og rík­is­stjórn­in hefði lagt fram frum­vörp sín í mál­um skuldugra heim­ila sem væru að hans mati ábyrgðarlaus. Bjarni gengi ekki fram með góðu for­dæmi í þeim efn­um.

Þá kallaði Árni Páll eft­ir þver­póli­tískri sam­stöðu um af­nám gjald­eyr­is­hafta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert