2013 árgangurinn lítill

Minna fékkst af mörg­um teg­und­um í vorralli Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar en und­an­far­in tvö ár, hugs­an­lega vegna áhrifa annarra þátta en stofn­stærðar.

Árin 2005-2013 hækkaði vísi­tala þorsks í vorralli mun meira en stærð viðmiðun­ar­stofns í stofn­mati. Að sama skapi eru lík­ur á að vísi­tal­an í ár sem er nokkru lægri en í fyrra, vegi aðeins að hluta til lækk­un­ar áætlaðrar stærðar viðmiðun­ar­stofns þorsks, seg­ir í til­kynn­ingu frá Hafró.

Þar kem­ur fram að mest fékkst af þorski úti fyr­ir Norður- og Aust­ur­landi, en minna fékkst á Vest­fjarðamiðum og úti fyr­ir Suðaust­ur­landi en und­an­far­in ár.

Stofn­vísi­tala þorsks mæld­ist lægri en und­an­far­in tvö ár, en vísi­tal­an nú er samt sem áður með þeim hærri frá 1985. Í ár var vísi­tala allra lengd­ar­flokka stærri en 50 cm yfir meðaltali tíma­bils­ins, þótt minna mæld­ist nú en í fyrra af þorski stærri en 80 cm. Vísi­tala 35-50 cm þorsks var und­ir meðaltali ár­anna frá 1985 sem rekja má til lé­legs ár­gangs frá 2010. Fyrsta mat á 2013 ár­gangi þorsks bend­ir til að hann sé lít­ill. Hann kem­ur í kjöl­far meðal­stórra ár­ganga frá 2008, 2009 og 2011, en ár­gang­ar 2010 og 2012 eru slak­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert