Ákvörðun dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur um að segja sig frá máli hjóna gegn Íbúðalánasjóði verður kærð til Hæstaréttar.
Dómarinn upplýsti við dómþing 28. mars síðastliðinn að hann hefði sjálfur tekið lán hjá Íbúðalánasjóði árið 2007 og væru uppreiknaðar eftirstöðvar þess ríflega 26 milljónir króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Í ljósi þess taldi hann að hægt yrði að draga óhlutdrægni hans í málinu í efa og kvað því upp úrskurð um að hann viki sæti.