„Ekki bara einn og einn brandari

Elín Helga Bragadóttir, einn stofnanda hópsins
Elín Helga Bragadóttir, einn stofnanda hópsins Mynd/úr einkasafni

„Þessi hug­mynd kviknaði upp frá umræðum á face­book um úr­elt­ar kynja­mynd­ir,“ seg­ir Elín Inga Braga­dótt­ir, en ásamt Mar­gréti Helgu Erl­ings­dótt­ir stofnaði hún face­book-hóp­inn „kyn­leg­ar at­huga­semd­ir“ þar sem fólk get­ur sett inn sög­ur af því þegar það upp­lif­ir úr­elt­ar kynja­mynd­ir í dag­legu lífi. Hóp­ur­inn var stofnaður í gær en hef­ur vaxið gríðarlega og er nú kom­inn með nær 1500 meðlimi. Sög­urn­ar sem fólk hef­ur að segja eru fjöl­breytt­ar, en marg­ar þeirra til dæm­is að verka­skipt­ingu kynj­anna á vinnu­stöðum.

„Mér hef­ur lengi verið kynja­jafn­rétti mjög hug­leikið, og við Mar­grét fór­um til dæm­is af stað með verk­efnið Barn­ing­ur síðasta sum­ar. Við vor­um svo að ræða sam­an vin­kon­urn­ar í vik­unni og það virt­ust all­ar stelp­urn­ar eiga ein­hverja sögu þar sem þær höfðu upp­lifað úr­elt­ar og jafn­vel svæsn­ar kynja­mynd­ir. Ég setti inn stöðuupp­færslu um þetta á face­book og ein­hver þar stakk upp á því að það yrði haldið ein­hvers kon­ar bók­hald utan um þetta. Þá stofnuðum við hóp­inn,“ seg­ir Elín. 

Oft sagt í hugs­un­ar­leysi

Hún seg­ir hóp­inn sýna það svart á hvítu að það er enn langt í land með að út­rýma úr­elt­um kynja­mynd­um. „Það eru marg­ir hafa lent í svæsn­um at­vik­um og svo eru líka strák­ar sem hafa upp­lifað svona sög­ur. Fólk seg­ir oft hluti sem gera mann al­veg brjálaðan, oft af hugs­un­ar­leysi því þetta er svo inn­rætt í menn­ing­una okk­ar. Þessi hóp­ur sýn­ir að okk­ur sé ekki sama um þetta,“ seg­ir Elín og bæt­ir við að það séu sum­ir sem halda því fram að svona sög­ur séu bara væl og að það sé í lagi að segja einn og einn brand­ara. „Þessi hóp­ur sýn­ir að þetta er ekki bara einn og einn brand­ari.“

Lýsing facebook-hópsins
Lýs­ing face­book-hóps­ins
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert