Stórar stærðir hafa ekki endilega alla kostina

Seltjarnarnesbær fagnar nú 40 ára kaupstaðarafmæli sínu í tilefni af því var haldin skemmtun í Mýrarhúsaskóla í dag þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Seltirningur til margra ára var viðstaddur. Hann segir bæinn sönnun þess að stórar stærðir séu ekki endilega þær bestu.

„Í raun og veru er Seltjarnarnes bara svona lítil tá í tengslum við Reykjavík, hvernig tekist hefur að varðveita þetta sérstaka samfélag, þetta einstak mannlíf, þetta samspil við náttúruna. Mér finnst það sýna það að hinar stóru stærðir hafa ekki endilega alla kostina,“ segir Ólafur Ragnar. 

Í tilefni af afmælinu hefur bærinn verið skreyttur hátt og lágt og þar verður afmælisdagskrá fram á laugardag en dagskránna má kynna sér hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert