Evran engin „skyndilausn“

„Margir hafa freistast til þess að lesa ýmsa hluti á …
„Margir hafa freistast til þess að lesa ýmsa hluti á milli lína,“ segir Ásgeir Jónsson. mbl.is/Rósa Braga

Það er lengra í evr­una en nokk­ur ár, að mati Ásgeirs Jóns­son­ar, lektors í hag­fræði. Til­efnið er umræða um kafla sem hann ritaði í nýrri út­tekt Alþjóðamála­stofn­un­ar á aðild­ar­viðræðum Íslands við ESB.

Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar, lagði út af skýrsl­unni á Alþingi og túlkaði hana svo að þar kæmi fram að Ísland gæti „tekið upp evru mjög fljótt eft­ir aðild að ESB“. „Aðild að evru er ekki fjar­læg­ur mögu­leiki eft­ir mjög lang­an tíma,“ sagði Árni.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag bend­ir Ásgeir á, að skýrsl­an hafi aðeins lagt mat á það hversu lang­an tíma hið form­lega upp­töku­ferli evru tæki með þátt­töku í svo­nefndu ERM II-sam­starfi, sem ætti ekki að taka meira en 2-3 ár af reynslu annarra ríkja að dæma. Hins veg­ar þurfi ým­is­legt að ger­ast á und­an, allt frá því að hefja samn­ingaviðræður á ný, ljúka samn­ingi og svo kjósa um hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert