Gunnar Bragi í Washington

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. mbl.is/Golli

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra er staddur í Washington þar sem hann situr fund þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Nefndin er sameiginleg ráðherranefnd stofnananna tveggja og sinnir stefnumörkun í alþjóðlegri þróunarsamvinnu.

Utanríkisráðherra situr í nefndinni í ár fyrir hönd Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Í nefndinni eiga sæti 25 ráðherrar sem eru í forsvari fyrir hátt á annað hundrað aðildarríkja bankans, að því er fram kemur í tilkynningu á vef utanríkisráðuneytisins.

Auk þessa mun Gunnar Bragi eiga fundi með aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Victoriu Nuland og aðstoðarvarnarmálaráðherranum, Christine Fox, öldungardeildarþingmönnum, háttsettum embættismönnum Alþjóðabankans og fulltrúum frjálsra félagasamtaka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert