Hvorki um innbrot né innbrotstilraun að ræða

Úr safni.
Úr safni. mbl.is/Þorkell

Lögreglan á höfuðborgarsvæðisins segir í tilkynningu að það sé rangt sem kom fram í frétt á vefnum Vísi.is í gærkvöldi og í Fréttablaðinu í dag um innbrotstilraun sorphirðumanna í austurborginni. Lögreglan segir að hvorki hafi verið um innbrot né innbrotstilraun að ræða. 

Fram kemur, að þetta hafi rannsókn embættisins leitt í ljós og jafnframt að vinnubrögð sorphirðumanna í þessu tilviki hafi með öllu verið eðlileg.

„Það var nýr starfsmaður sem fór með masterslykil að húsinu til að aðgæta hvort sorptunna kynni að vera innan við dyr að bílskúr, enda sorptunnur ekki alltaf sjáanlegar og oft geymdar á bak við læstar dyr. Af þeim sökum er masterslykla að sorpgeymslum að finna í ruslabílum. Fljótt kom á daginn að lykillinn gekk ekki að skránni og því ljóst að enga ruslatunnu var að finna þar innandyra. Að síðustu er rétt að geta þess að engar skemmdir urðu á hurðinni vegna þessa.“

Mótmæltu fréttamennskunni

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert