Pútín vildi ekki ræða við Ólaf

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, sagði einu sinni við Vla­dímír Pútín, for­seta Rúss­lands, að það að fá að ríða á ís­lensk­um hesti væri nógu góð ástæða til þess að sækja Ísland heim.

Í viðtali við rúss­neska dag­blaðið St. Pet­urs­borg Times bend­ir hann jafn­framt á að Pét­urs­borg í Rússlandi sé í raun eins kon­ar höfuðborg norður­slóða.

Í viðtal­inu seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar að Íslend­ing­ar hafi nú eng­an áhuga á aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. „Meiri­hluti Íslend­inga er mót­fall­inn því að ganga í Evr­ópu­sam­bandið núna,“ seg­ir hann.

Þar seg­ir for­set­inn að í kjöl­far fjár­mála­hruns­ins árið 2008 hafi sú skoðun skotið rót­um að ef Ísland hefði verið aðili að Evr­ópu­sam­band­inu, þá hefði krepp­an ekki reynst okk­ur eins erfið og raun bar vitni.

„Í nokk­ur ár hljómuðu þessi rök sann­fær­andi en nú höf­um við séð hvernig Spánn, Grikk­land, Írland, Eystra­salts­rík­in og Frakk­land hafa átt í erfiðleik­um í glím­unni við fjár­málakrepp­una,“ seg­ir Ólaf­ur Ragn­ar.

Hann seg­ir að vegna bæði nú­ver­andi stöðu ís­lenska hag­kerf­is­ins og legu lands­ins séum við í betri stöðu til að standa sjálf í samn­ingaviðræðum við öll önn­ur ríki.

Mál­efni norður­slóða hafa verið for­set­an­um hug­leik­in und­an­far­in ár en í viðtal­inu seg­ir hann að fyr­ir tíu árum hafi Vla­dím­ir Pútín, for­seti Rúss­lands, ekki viljað ræða um tæki­fær­in þar við Ólaf, aug­liti til aug­lit­is. Þess í stað hafi hann neyðst til að ræða við rúss­neska héraðsstjóra um málið.

„Á þess­um tíma hef ég tekið eft­ir breytt­um sjón­ar­miðum í þess­um efn­um hjá for­seta Rúss­lands. Á und­an­förn­um fimm til sex árum hef­ur raun­ar hann og ut­an­rík­is­ráðherr­ann gert mál sem varða Ísland að for­gangs­máli,“ seg­ir for­set­inn.

Hann bæt­ir því við að um sé að ræða mjög mik­il­væga og þýðing­ar­mikla breyt­ingu. Mál­efn­in séu enn brýn og hann muni áfram ræða þau við héraðsstjór­ana, en eiga þá jafn­framt sam­töl við Pútín, for­sæt­is­ráðherr­ann og ut­an­rík­is­ráðherr­ann.

Ólaf­ur Ragn­ar bend­ir jafn­framt á að Rúss­land hafi ávallt verið mik­il­væg­ur markaður fyr­ir Ísland. „Við höf­um enn áhuga á að flytja út fiskaf­urðir til Rúss­lands. Það er einnig stig­magn­andi áhugi inn­an Rúss­lands á ís­lensku kjöti og land­búnaðar­af­urðum úr gróður­hús­um.“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert