Hálka og éljagangur á Hellisheiði

Hálka og élja­gang­ur er á Sand­skeiði og Hell­is­heiði en hálku­blett­ir og élja­gang­ur í Þrengsl­um. Hálku­blett­ir eru einnig á Suður­stranda­vegi, und­ir Ing­ólfs­fjalli sem og í upp­sveit­um og á út­veg­um á Suður­landi

 Á Vest­ur­landi eru hálku­blett­ir á Svína­dal.

Á Vest­fjörðum er þæf­ings­færð og skafrenn­ing­ur á Stein­gríms­fjarðar­heiði og Þrösk­uld­um og hálku­blett­ir á Enn­is­hálsi. Hálku­blett­ir og skafrenn­ing­ur er á Hálf­dán, Mikla­dal og Kleif­a­heiði.

Á Norður­landi vestra eru hálku­blett­ir á Þver­ár­fjalli, Sauðár­króks­braut og á Siglu­fjarðar­vegi frá Keti­lás í Siglu­fjörð.

Á Norðaust­ur­landi eru hálku­blett­ir á Háls­um en krapi á Hólas­andi og Detti­foss­vegi. Hálka er á Fljóts­heiði og Mý­vatns­ör­æf­um en hálku­blett­ir á Mý­vatns­heiði.

Á Aust­ur­landi er hálka á Möðru­dals­ör­æf­um, Fjarðar­heiði og Breiðadals­heiði. Hálku­blett­ir og élja­gang­ur er á Odds­skarði og með strönd­inni.

Hálku­blett­ir, snjóþekja og snjó­koma er á Suðaust­ur­landi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka