Hálka og éljagangur er á Sandskeiði og Hellisheiði en hálkublettir og éljagangur í Þrengslum. Hálkublettir eru einnig á Suðurstrandavegi, undir Ingólfsfjalli sem og í uppsveitum og á útvegum á Suðurlandi
Á Vesturlandi eru hálkublettir á Svínadal.
Á Vestfjörðum er þæfingsfærð og skafrenningur á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum og hálkublettir á Ennishálsi. Hálkublettir og skafrenningur er á Hálfdán, Mikladal og Kleifaheiði.
Á Norðurlandi vestra eru hálkublettir á Þverárfjalli, Sauðárkróksbraut og á Siglufjarðarvegi frá Ketilás í Siglufjörð.
Á Norðausturlandi eru hálkublettir á Hálsum en krapi á Hólasandi og Dettifossvegi. Hálka er á Fljótsheiði og Mývatnsöræfum en hálkublettir á Mývatnsheiði.
Á Austurlandi er hálka á Möðrudalsöræfum, Fjarðarheiði og Breiðadalsheiði. Hálkublettir og éljagangur er á Oddsskarði og með ströndinni.
Hálkublettir, snjóþekja og snjókoma er á Suðausturlandi.