Leiðindaspá framundan

Vetur konungur er kominn á ný ef marka má upplýsingar …
Vetur konungur er kominn á ný ef marka má upplýsingar um veður og færð. Kristján Kristjánsson

Skörp lægð er að fara yfir landið og á Suður- og Vest­ur­landi er hvasst og úr­koma, slydda í fyrstu en það snýst fljót­lega í rign­ingu. Fyr­ir norðan og aust­an fer veðrið að versna um há­degi. Leiðinda­veður er í kort­un­um á morg­un.

Hálku­blett­ir og élja­gang­ur er á Sand­skeiði, Hell­is­heiði og í Þrengsl­um. Hálku­blett­ir eru einnig á Suður­stranda­vegi, und­ir Ing­ólfs­fjalli sem og í upp­sveit­um og á út­veg­um á Suður­landi, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni.

 Á Vest­ur­landi eru hálku­blett­ir á Holta­vörðuheiði og Svína­dal.

Þung­fært og ófærð á Vest­fjörðum

Á Vest­fjörðum er þung­fært og skafrenn­ing­ur á Stein­gríms­fjarðar­heiði ófært á Þrösk­uld­um og hálku­blett­ir á Enn­is­hálsi. Hálku­blett­ir og skafrenn­ing­ur er á Hálf­dán, Mikla­dal og Kleif­a­heiði.

Á Norður­landi vestra er snjóþekja á Þver­ár­fjalli en hálku­blett­ir á Vatns­skarði, Sauðár­króks­braut og á Siglu­fjarðar­vegi frá Keti­lás í Siglu­fjörð.

Á Norðaust­ur­landi eru hálku­blett­ir á Háls­um en krapi á Detti­foss­vegi. Hálka er á Fljóts­heiði og Mý­vatns­ör­æf­um en hálku­blett­ir á Mý­vatns­heiði.

Á Aust­ur­landi er hálka á Möðru­dals­ör­æf­um, Fjarðar­heiði og Breiðadals­heiði.

Hálku­blett­ir, snjóþekja og snjó­koma er á Suðaust­ur­landi.

Að sögn vakt­haf­andi veður­fræðings á Veður­stofu Íslands má bú­ast við slyddu eða snjó­komu fyr­ir norðan en þar er víða 2-4 stiga frost. Þar verður hins veg­ar úr­komu­laust fram að há­degi.

Það verður strekk­ings­vind­ur fram und­ir há­degi á suðvest­ur­horni lands­ins en þá fer að snú­ast yfir í sunna­nátt en nú er vind­ur að aust­an. Fyr­ir norðan verður hvasst fram eft­ir kvöldi.

Ekki er út­litið gott fyr­ir morg­undag­inn því það snýst í norð- eða norðvest­an og hiti rétt fyr­ir ofan frost­mark. Því er hætta á að það verði slydda fyrri hluta dags­ins á morg­un.

Á sunnu­dag er ágæt­is­spá en á mánu­dag kem­ur ný lægð yfir og norðanátt næstu daga. Því er veðurút­litið ekki gott fyr­ir dymb­il­vik­una víðast hvar um land.

Spá fyr­ir næsta sól­ar­hring:

Suðaust­an 13-20 með rign­ingu S- og V-lands einkum um landið sunn­an­vert, en slyddu eða snjó­komu og síðar rign­ingu á Vest­fjörðum um há­degi og N- og A-til síðdeg­is. Snýst í suðvest­an 5-10 með skúr­um, fyrst sunn­an­lands um há­degi. Vægt frost norðan­lands fram eft­ir morgni, ann­ars hiti 1 til 7 stig. Víða hæg­ari í kvöld, síst NV-til.

Á laug­ar­dag: Norðan og norðvest­an 10-18 m/​s, snjó­koma og síðan él um landið norðan­vert og fryst­ir, en hæg­ari sunn­an­til, úr­komu­lítið og hiti 2 til 6 stig. Læg­ir mikið, einkum sunn­an- og vest­an­til um kvöldið.
Á sunnu­dag: Hæg norðlæg eða breyti­leg átt, dá­lít­il él fram­an af degi og vægt frost norðan­lands, en bjart með köfl­um sunn­an­til og hiti 0 til 5 stig.
Á mánu­dag: Hæg suðvest­læg átt og víða létt­skýjað, en skýjað með suður- og vest­ur­strönd­inni og súld með köfl­um. Hvess­ir með rign­ingu S- og V-til um kvöldið. Hlýn­ar smám sam­an.
Á þriðju­dag: Lít­ur út fyr­ir all­hvassa sunn­an- og suðvestanátt með rign­ingu og síðan skúr­um, en hæg­ari og bjart með köfl­um norðaust­an­til. Læg­ir mikið síðdeg­is og hiti víða 2 til 6 stig, en kóln­ar með slydduélj­um um kvöldið.
Á miðviku­dag: Breyti­leg átt og skúr­ir eða slydduél S- og V-til, en snjó­koma eða él nyrðra und­ir kvöld. Vægt frost fyr­ir norðan en hiti 1 til 5 stig syðra.
Á fimmtu­dag: Útlit fyr­ir kalda norðanátt með élj­um um landið N-vert, en bjartviðri að mestu syðra.

mbl.is/Ó​mar
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert