Páskahretið verður á sínum stað

Það viðraði ekki vel á þessar skólastúlkur í morgun þegar …
Það viðraði ekki vel á þessar skólastúlkur í morgun þegar ljósmyndari mbl.is hitti þær á förnum vegi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lands­menn þurfa ekki að hafa áhyggj­ur af því að páska­hretið verði ekki á sín­um stað í ár. Spá­in er væg­ast sagt óspenn­andi næstu daga, þó verður held­ur hlýrra fyr­ir sunn­an en norðan. Færð gæti spillst á Norður­landi síðar í dag en veðrið verður slæmt þar þegar líða tek­ur á dag­inn.

Helga Ívars­dótt­ir, veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, seg­ir að aust­an hvassviðri sé nú á land­inu með rign­ingu fyr­ir sunn­an en slyddu eða snjó­komu fyr­ir norðan. Það dreg­ur úr vind­um á Suður- og Vest­ur­landi upp úr há­degi en það held­ur áfram að rigna og dreg­ur ekki úr úr­kom­unni fyrr en seint í kvöld.

 Á morg­un verður búið að snú­ast í held­ur hæg­ari norðanátt eða 8-15 metra á sek­úndu. Núna er 13-20 metr­ar á sek­úndu á land­inu. Með norðanátt­inni fylg­ir úr­koma og mega höfuðborg­ar­bú­ar eiga von á élj­um síðdeg­is á morg­un. Að sögn Helgu mun snjór ekki setj­ast enda hiti fyr­ir ofan frost­mark. „Þetta verða slydduél,“ seg­ir Helga í sam­tali við mbl.is.

Fljót­lega eft­ir há­degi fer élja­gang­ur­inn á Hell­is­heiði að breyt­ast í rign­ingu en fyr­ir norðan mun snjóa í dag og vænt­an­lega skafrenn­ing­ur á ein­hverj­um stöðum.

Að sögn Helgu er ágæt­is spá fyr­ir sunnu­dag en á mánu­dag kem­ur næsta lægð yfir landið. Það verður þó ágætt að skella sér á skíði fyrri­hlut­ann á mánu­dag á Ak­ur­eyri þar sem það snýst í suðvestanátt. Síðdeg­is á mánu­dag fer hins veg­ar að rigna og jafn­vel snjóa. 

Næstu viku, fram á skír­dag er spáð suðvest­læg­um átt­um með rign­ingu, skúr­um og élj­um sunn­an og vest­an­lands. Úrkomum­inna fyr­ir norðan en þar verður mun kald­ara en fyr­ir sunn­an þar sem hiti get­ur farið upp í 5-7 stig.

Á skír­dag er lægð að kom­an suðvest­an úr hafi og hún byrj­ar með sunna­nátt en síðan lít­ur út fyr­ir að hún fari yfir í leiðinda norðanátt með kóln­andi veðri og snjó­komu á föstu­dag­inn langa. Það lít­ur því út fyr­ir að páska­hretið verði á sín­um stað í ár,“ að sögn Helgu Ívars­dótt­ur veður­fræðings.

Aust­an 13-20 m/​s. Rign­ing sunn­an­til, en slydda eða snjó­koma fyr­ir norðan. Snýst í suðvest­an 5-10 m/​s sunn­an­til á land­inu upp úr há­degi. Heldu hæg­ari vind­ur í kvöld. Norðlæg átt 8-15 m/​s á morg­un og él, en skýjað með köfl­um og úr­komu­lítið á Suður­landi. Hiti 0 til 7 stig sunn­an­til á land­inu, en hiti um og und­ir frost­marki fyr­ir norðan.
Spá gerð: 11.04.2014 09:58. Gild­ir til: 12.04.2014 18:00.

Veður­horf­ur á land­inu næstu daga

Á sunnu­dag:
Hæg norðlæg eða breyti­leg átt, skýjað með köfl­um eða bjartviðri, en stöku él fram­an að degi norðan- og aust­an­til. Vægt frost norðan­lands, en hiti 0 til 5 stig sunn­an­til á land­inu. 

Á mánu­dag:
Suðvest­an 5-10 m/​s, skýjað og úr­komu­lítið um landið vest­an­vert, en létt­skýjað fyr­ir aust­an. Vax­andi vind­ur með rign­ingu eða slyddu síðdeg­is, fyrst vest­an­til. Held­ur hlýn­andi. 

Á þriðju­dag:
Frem­ur hvöss suðvest­an átt og skúr­ir eða él, en úr­komu­lítið um landið norðaust­an­vert. Hiti 0 til 6 stig, en kóln­ar þegar líður á dag­inn. 

Á miðviku­dag:
Suðvest­læg eða breyti­leg átt 5-13 m/​s. Skúr­ir sunn­an­til, snjó­koma eða él norðan­til, en þurrt að mestu fyr­ir aust­an. Hiti við frost­mark, en held­ur hlýrra með suður­strönd­inni. 

Á fimmtu­dag (skír­dag­ur):
Útlit fyr­ir vax­andi sunn­an átt með slyddu eða rign­ingu, en snjó­komu fyr­ir norðan. Hiti breyt­ist lítið.

Það blés á þennan göngumann í Elliðaárdalnum í morgun
Það blés á þenn­an göngu­mann í Elliðaár­daln­um í morg­un mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Það var slydda í Árbænum í morgun
Það var slydda í Árbæn­um í morg­un mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Veturinn minnti á sig í morgun að minnsta kosti í …
Vet­ur­inn minnti á sig í morg­un að minnsta kosti í efri byggðum á höfuðborg­ar­svæðinu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Úlpurnar komu sér vel í veðrinu í morgun
Úlp­urn­ar komu sér vel í veðrinu í morg­un mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka