Settu hrossaskít fyrir framan skólann

Flensborgarskóli í Hafnarfirði
Flensborgarskóli í Hafnarfirði mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um unga menn vera að moka skít við Flensborgarskóla á þriðja tímanum í nótt. Er lögregla kom á vettvang var bifreið með kerru að aka frá Flensborgarskóla.   

Í bifreiðinni voru fjórir 17 ára drengir og höfðu þeir mokað hrossaskít fyrir aðalinngang skólans og tjáðu lögreglu að um þekktan hrekk væri að ræða. 

Drengirnir þrifu eftir sig og var haft samband við foreldra þeirra þar sem þeir hafa ekki náð 18 ára aldri. Þeir verða kærðir fyrir brot á lögreglusamþykkt Hafnarfjarðar.

Uppfært kl. 8.37:

Magnús Þorkelsson, skólameistari Flensborgarskólann, segist í samtali við mbl.is telja að þarna hafi verið á ferðinni nemendur úr Menntaskólanum við Sund en í kvöld munu MS og Flensborg takast á í úrslitum Morfís-ræðukeppninnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert